Beið bana eftir árás nauts

Karlmaður á sjötugsaldri lét lífið og eiginkona hans er þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að naut réðist á þau. Hjónin voru á gangi á akri nálægt Nottingham síðdegis í gær þegar þetta gerðist.

Fram kemur á fréttavef blaðsins Daily Telegraph, að konunni hafi tekist að komast undan nautinu með því að skríða undir limgerði og henni tókst að vekja athygli ökumanns, sem kallaði á hjálp. 

Blaðið segir að ekki sé ljóst hvers vegna nautið var laust á þessu svæði en hjónin voru á göngu á merktum göngustíg yfir engið.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert