Beið bana eftir árás nauts

Karl­maður á sjö­tugs­aldri lét lífið og eig­in­kona hans er þungt hald­in á sjúkra­húsi eft­ir að naut réðist á þau. Hjón­in voru á gangi á akri ná­lægt Nott­ing­ham síðdeg­is í gær þegar þetta gerðist.

Fram kem­ur á frétta­vef blaðsins Daily Tel­egraph, að kon­unni hafi tek­ist að kom­ast und­an naut­inu með því að skríða und­ir lim­gerði og henni tókst að vekja at­hygli öku­manns, sem kallaði á hjálp. 

Blaðið seg­ir að ekki sé ljóst hvers vegna nautið var laust á þessu svæði en hjón­in voru á göngu á merkt­um göngu­stíg yfir engið.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert