Herforingjastjórnin í Búrma hefur slepp stjórnarandstöðuleiðtoganum Aung San Suu Kyi, sem hefur barst fyrir lýðræði í landinu. Hún hefur setið í stofufangelsi í 15 af undanförnu 21 ári. Hún hitti stuðningsmenn sína fyrir framan heimili sitt í Rangoon þegar öryggisveitarmenn fjarlægðu öryggishlið.
Lögmaður Suu Kyi hefur sagt að það sé afar ólíklegt að hún muni samþykkja lausn sem sé háð skilyrðum, þ.e. að hún megi ekki taka þátt í pólitísku starfi.
Herforingjastjórnin hefur áður veitt Suu Kyi takmarkað frelsi og þá hefur hún krafist þess að Suu Kyi myndi segja skilið við stjórnmál. Þá var ferðafrelsi hennar jafnframt takmarkað og sömuleiðis frelsi hennar til að hitta annað fólk.
Upphaflega stóð til að leysa Suu Kyi úr haldi í fyrra. Mál Bandaríkjamanns, sem synti yfir stöðuvatnið Inya að heimili hennar, varð til þess að stofufangelsið var framlengt. Maðurinn sagðist ætla að bjarga henni.