Embættismaður í herforingjastjórn Búrma segir, að Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sé laus úr stofufangelsi og engin skilyrði hafi verið sett fyrir lausn hennar.
„Hún er algerlega frjáls - það eru engin skilyrði sett," sagði embættismaðurinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið.
Stuðningsmenn Suu Kyi hafa lýst áhyggjum af því, að herforingjastjórnin kunni að hafa sett frelsi hennar takmarkanir eins og áður hefur gerst þegar hún hefur verið látin laus tímabundið úr stofufangelsi. Henni hefur verið haldið í fangelsi í fimmtán af síðustu 20 árum.