Fimm létust í mótorhjólaslysi

Fimm létu lífið og sex slösuðust þegar ökumaður bíls reyndi að aka framhjá hópi sjö mótorhjóla á vegi í suðurhluta Kalíforníu í morgun. Ökumaðurinn, sem olli slysinu, hélt áfram för sinni án þess að stöðva og leitar lögregla hans nú.

Slysið varð skammt frá Ocotillo við landamæri Kalíforníu og Mexíkó. Þar voru sjö mótorhjól á leið austur og var tvímennt á sumum hjólunum. Ökumaður bíls ákvað að aka framúr hjólunum en þá kom bíll á móti. Ökumaður hans reyndi að aka út af veginum til að forða árekstri en bíllinn lenti á sandhóli við veginn og kastaðist þaðan á mótorhjólin.  

Tveir karlmenn og tvær konur, sem voru á mótorhjólunum, létust samstundis og einnig einn farþegi í bílnum. Þá slösuðust fimm úr hópi mótorhjólafólksins og einn í bílnum. Var fólkið flutt með þyrlum og sjúkrabílum á sjúkrahús. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert