NATO flýr sprengju

Utan við höfuðstöðvar NATO í Brussel.
Utan við höfuðstöðvar NATO í Brussel. mbl.is

Rýma þurfti hluta af höfuðstöðvum NATO í Brus­sel í dag eft­ir að sprengja frá seinni heims­styrj­öld­inni fannst við vega­fram­kvæmd­ir í ná­grenni bygg­ing­ar­inn­ar.

Sprengj­an fannst á göt­unni Leopold III og var hún um fimm­tíu kíló að þyngd. Var starfs­mönn­um hernaðarbanda­lags­ins í kjöl­farið gert að yf­ir­gefa svæðið þar sem meðal ann­ars var mötu­neyti, mat­vöru­búð og íþróttaaðstaða starfs­manna.

Ákvörðunin um að rýma bygg­ing­una var tek­in í varúðarskyni í sam­ráði við belg­íska sveit sprengju­sér­fræðinga. Aðeins einn út­gang­ur var op­inn á meðan neyðarástandið stóð yfir og leiddi það til ringul­reiðar á meðal starfs­manna og gesta.

Meiri­hátt­ar fram­kvæmd­ir standa nú yfir í breiðstræt­inu sem ligg­ur fyr­ir fram­an höfuðstöðvar banda­lags­ins við að lengja spor­vagnalínu sem mun tengja höfuðstöðvarn­ar við miðborg Brus­sel.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert