SÞ harma blóðbað í V-Sahara

Flóttamannabúðir Vestur-Saharamanna í Alsír.
Flóttamannabúðir Vestur-Saharamanna í Alsír.

Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna ,,harmaði" í gær aðgerðir Mar­okkó­manna gegn mót­mæl­end­um í Vest­ur-Sa­hara fyr­ir viku en að sögn V-Sa­hara­manna féllu tug­ir óbreyttra borg­ara fyr­ir kúl­um ör­ygg­is­sveita. Mar­okkó lagði landið und­ir sig 1975 en þar eru mikl­ar auðlind­ir, m. a. fos­fat­nám­ur og auðug fiski­mið og hugs­an­lega olía. 

Nær helm­ing­ur V-Sa­hara­manna, sem senni­lega eru alls um hálf millj­ón, hefst við í flótta­manna­búðum í Als­ír eða á Spáni. Ekk­ert ríki hef­ur viður­kennt yf­ir­ráð Mar­okkó­manna í V-Sa­hara.

 Mar­okkó­menn segja að 12 manns hafi fallið, þar af 10 lög­reglu­menn. En út­læg frels­is­hreyf­ing V-Sa­hara­manna, Polis­ario, seg­ir að nokkr­ir tug­ir manna hafi fallið og þúsund­ir særst. Krefst hreyf­ing­in þess að taf­ar­laust verði rann­sakað hvað gerst hafi og hót­ar ella að hætta þátt­töku í friðarviðræðum við Mar­okkó­menn.

 Margra ára stríði Polis­ario gegn her­námsliði Mar­okkó lauk 1991 með vopna­hléi. Ekki hef­ur tek­ist að semja um var­an­leg­an frið þar sem Mar­okkó­menn samþykkja ekki þjóðar­at­kvæðagreiðslu um sjálf­stæði lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert