Gríska ríkið selur eignir

Almennir borgarar í Grikklandi hafa mótmælt niðurskurði kröftuglega að undanförnu
Almennir borgarar í Grikklandi hafa mótmælt niðurskurði kröftuglega að undanförnu Reuters

Gríska ríkið ætlar að selja fjórar Airbus A340 þotur  sem eru í eigu ríkisins og hluti sínum í fyrirtækjum, segir í fjárlagafrumvarpi gríska ríkisins fyrir næsta ár. Nú er verið að kynna frumvarpið í gríska þinginu.

Meðal annars verður 49% hlutur í einu helsta spilavíti landsins seldur og í járnbrauta og námafyrirtækjum. Jafnframt mun ríkið selja eitthvað af hlut sínum í alþjóðaflugvellinum í Aþenu en meirihlutinn er í útleigu til þýsks félags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert