Írland muni þiggja fjárhagsaðstoð

Heimilislaus maður biður fólk um ölmusu á O'Connell brúnni í …
Heimilislaus maður biður fólk um ölmusu á O'Connell brúnni í miðborg Dublin. Reuters

Patrick Honohan, seðlabankastjóri Írlands, býst við því að írsk stjórnvöld muni þiggja fjárhagsaðstoð. Um umtalsverðar upphæðir sé að ræða. Þetta sé hluti af björgunaraðgerðum sem Evrópusambandið styður.

Í viðtali við útvarpsstöðina RTE segist Hononhan búast við því að upphæðin muni nema tugum milljörðum evra.

Lokaákvörðunin er í höndum írsku ríkisstjórnarinnar sem hefur enn ekki tjáð sig um málið.

Von er á sérfræðiteymi til Írlands í dag til að fara betur yfir skuldavanda þjóðarinnar. Meðal þeirra sem munu taka þátt í viðræðunum eru fulltrúar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabanka Evrópu og ESB.

Þeir munu funda með stjórnvöldum í Dublin, en ríkisstjórnin hefur neitað því að hún hafi óskað eftir aðstoð.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka