Ungir Írar flýja land

Írar mótmæla efnahagsástandinu.
Írar mótmæla efnahagsástandinu. Reuters

Írsk stjórn­völd gera ráð fyr­ir því að allt að 100 þúsund manns eigi eft­ir að yf­ir­gefa Írland í leit að vinnu og betra lífi ann­ars staðar á næstu fjór­um árum, aðallega ung­ir menntaðir Írar og er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar sem eru að flytja til heimalanda sinna. Írska hag­stof­an spá­ir því að 65 þúsund manns yf­ir­gefið landið á þessu ári.

Fleiri yf­ir­gefa nú Írland sam­kvæmt hag­stof­unni en flytja til lands­ins í fyrsta sinn í 13 ár. Efst á list­an­um hjá þeim Írum sem segja skilið við gamla landið eru ríki eins og Ástr­al­ía og Nýja Sjá­land. Marg­ir þeirra Íra sem yf­ir­gefa landið hafa ný­lega lokið há­skóla­námi en fá hvergi vinnu. Þá hef­ur margt ungt fólk orðið að hverfa frá námi vegna þess að skóla­gjöld­in þeirra hafa hækkað mikið.

Talið er að írsk stjórn­völd muni á næst­unni fá neyðaraðstoð frá Evr­ópu­sam­band­inu og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum til þess að forða Írlandi frá gjaldþroti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert