Ungir Írar flýja land

Írar mótmæla efnahagsástandinu.
Írar mótmæla efnahagsástandinu. Reuters

Írsk stjórnvöld gera ráð fyrir því að allt að 100 þúsund manns eigi eftir að yfirgefa Írland í leit að vinnu og betra lífi annars staðar á næstu fjórum árum, aðallega ungir menntaðir Írar og erlendir ríkisborgarar sem eru að flytja til heimalanda sinna. Írska hagstofan spáir því að 65 þúsund manns yfirgefið landið á þessu ári.

Fleiri yfirgefa nú Írland samkvæmt hagstofunni en flytja til landsins í fyrsta sinn í 13 ár. Efst á listanum hjá þeim Írum sem segja skilið við gamla landið eru ríki eins og Ástralía og Nýja Sjáland. Margir þeirra Íra sem yfirgefa landið hafa nýlega lokið háskólanámi en fá hvergi vinnu. Þá hefur margt ungt fólk orðið að hverfa frá námi vegna þess að skólagjöldin þeirra hafa hækkað mikið.

Talið er að írsk stjórnvöld muni á næstunni fá neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til þess að forða Írlandi frá gjaldþroti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka