Varnarskjöldur fyrir öll NATO-ríkin

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að NATO-ríkin hafi samþykkt að setja upp eldflaugavarnarkerfi til varnar öllum aðildarríkjum bandalagsins. Þetta hafi verið ákveðið á leiðtogafundinum sem nú fer fram í Lissbon í Portúgal.

Varnarkerfið myndi vernd öll NATO-ríkin, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku.

Þá hafa ríkin einnig lýst stuðningi við að nýr START afvopnunarsamningur, sem Rússar og Bandaríkjamenn hafa samþykk, verði staðfestur sem fyrst, en markmið hans er að fækka kjarnorkuvopnum í Bandaríkjunum og Rússlandi.

Á morgun munu ríkin ræða um stöðu Afganistans, en NATO hyggst færa öryggismál landsins í hendur afganskra öryggissveita árið 2014.

Þá segir á vef breska ríkisútvarpsins að NATO muni óska eftir samstarfi Rússa og að þeir muni einnig taka þátt í uppbyggingun eldflaugavarnarkerfisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert