Áætlun um lok stríðsreksturs

Barack Obama heilsar hér Hamid Karzai, forseta Afganistan, á leiðtogafundi …
Barack Obama heilsar hér Hamid Karzai, forseta Afganistan, á leiðtogafundi NATO. Ban Ki-moon (t.v.) aðalritari Sameinuðu þjóðanna og Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO sitja við hlið Karzai. Reuters

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins NATO samþykktu í morgun áætlun um að  byrja að afhenda afganska hernum stjórn á stríðsrekstrinum í landinu á næsta ári. NATO áformar að hætta öllum afskiptum af stríðinu árið 2014 þannig að það verði þá alfarið á höndum heimamanna.

„Við höfum hafið ferlið í þá átt að fá afgöngsku þjóðinni aftur fullt húsbóndavald í sínu húsi,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins á blaðamannafundi.

Hamid Karzai, forseti Afganistan, undirritaði áætlunina ásamt Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna og Rasmussen framkvæmdastjóra á leiðtogafundi NATO í Lissabon. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert