Írar leita lausna í kreppu

Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands.
Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands.

Írska rík­is­stjórn­in fund­ar nú um helg­ina til að leggja loka­hönd á björg­un­araðgerðaáætl­un fyr­ir efna­hags lands­ins.

Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC. Þar seg­ir að stíf funda­höld séu á milli Íra, Evr­ópu­bank­ans og Alþjóðagjald­eyri­sjóðsins.

Mik­ill sam­drátt­ur hef­ur verið  í hag­kerfi Írlands. Rík­is­stjórn­in á að leggja fram áætl­un um hvernig hún hyggst kom­ast út úr þess­um ógöng­um ekki síðar en á þriðju­dag­inn. Eft­ir það verður tek­in ákvörðun um hvort þörf sé á aðstoð frá ESB og Alþjoðagjald­eyr­is­sjóðnum.

Sum­ar Evr­ópu­sam­bandsþjóðir eru ekki já­kvæðar gagn­vart því að sam­bandið komi Írum til hjálp­ar. Þær hafa bent á að þeir ættu frek­ar að hækka skatta, en að þiggja aðstoð úr sjóðum ESB.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert