Írska ríkisstjórnin fundar nú um helgina til að leggja lokahönd á björgunaraðgerðaáætlun fyrir efnahags landsins.
Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Þar segir að stíf fundahöld séu á milli Íra, Evrópubankans og Alþjóðagjaldeyrisjóðsins.
Mikill samdráttur hefur verið í hagkerfi Írlands. Ríkisstjórnin á að leggja fram áætlun um hvernig hún hyggst komast út úr þessum ógöngum ekki síðar en á þriðjudaginn. Eftir það verður tekin ákvörðun um hvort þörf sé á aðstoð frá ESB og Alþjoðagjaldeyrissjóðnum.
Sumar Evrópusambandsþjóðir eru ekki jákvæðar gagnvart því að sambandið komi Írum til hjálpar. Þær hafa bent á að þeir ættu frekar að hækka skatta, en að þiggja aðstoð úr sjóðum ESB.