Páfi hlynntari smokkum

Benedikt páfi 16.
Benedikt páfi 16. Reuters

Benedikt páfi 16. segir í viðtalsbók, sem kemur út í næstu viku, að notkun smokka geti verið réttlætanleg til að minnka líkurnar á kynsjúkdómum.
Þetta þykir brjóta í bága við fyrri ummæli páfa um þetta efni.

„Kaþólska kirkjan sér smokka ekki sem siðferðilega eða raunverulega lausn. En þegar tilgangurinn er að minnka líkur á smiti kynsjúkdóma, þá getur þetta verið fyrsta skrefið til þess,“ er haft eftir páfa.

Viðtalsbókin ber heitið „Ljós heimsins. Páfi, kirkjan og tímanna tákn“ og ber byggð á viðtölum sem þýskur blaðamaður tók við páfann.

Fram að þessu er skírlífi eina ráðið sem Vatíkanið hefur gefið opinberlega til að sporna við útbreiðslu kynsjúkdóma.

Í bókinni er páfi ennfremur spurður um þá barnaníðinga sem hafa verið í embættum innan kaþólsku kirkjunnar. Hann segist að það hafi verið virkilegt áfall fyrir hann að heyra af því.

Hann ræddi einnig möguleikann á því að kaþólska kirkjan myndi eiga einlægt samtal við múslima.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert