Páfi hlynntari smokkum

Benedikt páfi 16.
Benedikt páfi 16. Reuters

Bene­dikt páfi 16. seg­ir í viðtals­bók, sem kem­ur út í næstu viku, að notk­un smokka geti verið rétt­læt­an­leg til að minnka lík­urn­ar á kyn­sjúk­dóm­um.
Þetta þykir brjóta í bága við fyrri um­mæli páfa um þetta efni.

„Kaþólska kirkj­an sér smokka ekki sem siðferðilega eða raun­veru­lega lausn. En þegar til­gang­ur­inn er að minnka lík­ur á smiti kyn­sjúk­dóma, þá get­ur þetta verið fyrsta skrefið til þess,“ er haft eft­ir páfa.

Viðtals­bók­in ber heitið „Ljós heims­ins. Páfi, kirkj­an og tím­anna tákn“ og ber byggð á viðtöl­um sem þýsk­ur blaðamaður tók við páfann.

Fram að þessu er skír­lífi eina ráðið sem Vatíkanið hef­ur gefið op­in­ber­lega til að sporna við út­breiðslu kyn­sjúk­dóma.

Í bók­inni er páfi enn­frem­ur spurður um þá barn­aníðinga sem hafa verið í embætt­um inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar. Hann seg­ist að það hafi verið virki­legt áfall fyr­ir hann að heyra af því.

Hann ræddi einnig mögu­leik­ann á því að kaþólska kirkj­an myndi eiga ein­lægt sam­tal við múslima.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert