All Saints fær 20 milljónir punda að láni

Tísku­versl­ana­keðjan All Saints hef­ur fengið 20 millj­óna punda láns­fyr­ir­greiðslu til að greiða fyr­ir stækk­un fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta kem­ur fram á Mail On­line, sem er vefút­gáfa breska blaðsins The Daily Mail.

Haft er eft­ir for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins að lánið eigi að fjár­magna út­rás til Banda­ríkj­anna, en 10 versl­an­ir voru opnaðar þar í landi í ár.

Í frétt­inni seg­ir að sam­komu­lagið virðist fela í sér að þrota­bú Kaupþings og Glitn­is fái um 15% hlut í fyr­ir­tæk­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert