Tískuverslanakeðjan All Saints hefur fengið 20 milljóna punda lánsfyrirgreiðslu til að greiða fyrir stækkun fyrirtækisins. Þetta kemur fram á Mail Online, sem er vefútgáfa breska blaðsins The Daily Mail.
Haft er eftir forstjóra fyrirtækisins að lánið eigi að fjármagna útrás til Bandaríkjanna, en 10 verslanir voru opnaðar þar í landi í ár.
Í fréttinni segir að samkomulagið virðist fela í sér að þrotabú Kaupþings og Glitnis fái um 15% hlut í fyrirtækinu.