Samþykkt að veita Írum efnahagsaðstoð

Evrópusambandið hefur samþykkt að veita Írum efnahagsaðstoð. Þetta hefur Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, staðfest. Hann segir að næstu daga muni írsk stjórnvöld semja við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánsfjáræðina og skilyrði björgunarpakkans.

Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands, segir að endanleg upphæð muni verða lægri en 100 milljarðar evra. Reuters-fréttastofan hefur eftir hátt settum embættismönnum innan ESB að lánsfjárhæðin muni vera á bilinu 80-90 milljarðar evra.

Cowen segir að ríkisstjórnin muni kynna fjárlagaáætlun til næstu fjögurra ára. Þar verði bankakerfið endurskipulagt.

Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál innan framkvæmdastjórnar ESB, segir að greiðslurnar muni dreifast yfir þrjú ár.

Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands.
Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands. Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert