Eftirlýstur nasisti látinn

Þrátt fyrir að vera talinn bera ábyrgð á dauða nokkur …
Þrátt fyrir að vera talinn bera ábyrgð á dauða nokkur hundruð þúsunda gyðinga þá bjó Kunz sem frjáls maður í Þýskalandi áratugum saman Reuters
Fyrr­um fanga­vörður í út­rým­ing­ar­búðum nas­ista, Samu­el Kunz, er lát­inn 89 ára að aldrei. Hann var ákærður fyrr á ár­inu fyr­ir að hafa átt þátt í dauða 430.000 gyðinga á tím­um seinni heimstyrj­ald­ar­inn­ar. Rétt­ar­höld­in áttu að hefjast eft­ir nokkra mánuði, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sak­sókn­ara­embætti Þýska­lands. 

Samu­el Kunz lést þann 18. nóv­em­ber sl. Að öll­um lík­ind­um á heim­ili sínu. Rétt­ar­höld­in áttu að hefjast í fe­brú­ar yfir hon­um en hann játaði að hafa starfað í Belzec-út­rým­ing­ar­búðunum í Póllandi á ár­un­um 1942 og 1943, en neitaði að hafa átt beina aðild að morðum.

Kunz er á meðal eft­ir­lýst­ustu manna á lista sem Stofn­un Simon Wiesent­hal Center, sem hef­ur unnið að því að hafa uppi á nas­ist­um, birti í apríl. Efraim Zuroff, yf­ir­maður Simon Wiesent­hal stofn­un­ar­inn­ar í Jerúsalem, seg­ir í sam­tali við AFP frétta­stof­una að það séu vissu­lega von­brigði að ekki verði réttað yfir Kunz.  „Eft­ir að hann hafi lifað sem frjáls maður í Þýskalandi ára­tug­um sam­an virt­ist sem réttað yrði yfir hon­um. Nú er ljóst að það verður aldrei." Hann seg­ir það bót í máli að Kunz hafi fund­ist og verið ákærður fyr­ir sinn þátt í glæp­um gegn gyðing­um í seinni heimstyrj­öld­inni.

Í stríðsglæparétt­ar­höld­un­um í Nürn­berg, sem voru hald­in eft­ir lok síðari heimstyrj­ald­ar­inn­ar, hlutu nokkr­ir af helstu leiðtog­um nas­ista dauðadóma. Frá þeim tíma hafa þýsk stjórn­völd rann­sakað yfir 25.000 mál sem tengj­ast glæp­um nas­ista. Fæst mál­anna hafa hins veg­ar endað fyr­ir dóm­stól­um. 

Und­an­far­in ár hef­ur staðan breyst og hafa fjöl­marg­ir verið hand­tekn­ir og mörg dóms­mál höfðuð vegna stríðsglæpa nas­ista. Flest­ir hinna hand­teknu eru nú um ní­rætt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka