Kljúfi evruna í tvær myntir

Vandræðin á evrusvæðinu eru nú á allra vörum.
Vandræðin á evrusvæðinu eru nú á allra vörum. Reuters

Dav­id Marsh, ann­ar stjórn­enda hug­veit­unn­ar Official Mo­net­ary and Fin­ancial Instituti­ons For­um og höf­und­ur ný­legr­ar bók­ar, The Euro, legg­ur til að evr­unni verði skipt upp í tvo gjald­miðla þar sem sá sterk­ari komi í hlut öfl­ugra hag­kerfa í Evr­ópu.

„Við erum lík­lega að fær­ast í átt til þeirr­ar stöðu að evr­an klofn­ar upp í, skul­um við segja, norður og suður, miðjuna og jaðar­inn,“ seg­ir Marsh sem legg­ur til að evr­unni verði skipt upp í sterka mynt fyr­ir ríki sem búi við öfl­ug hag­kerfi og veik­ari mynt, líkt og þegar drep er skorið af vöðva. 

„Það að aðgreina hold­fú­in hag­kerf­in í vestri og jaðar­inn í suðri til að halda miðjunni gang­andi yrði gríðarlega mik­il­vægt skref. En ég á bágt með að sjá að þetta yrðu enda­lok siðmenn­ing­ar­inn­ar. Þess­ir hlut­ir, sem ein­hver kynni að halda að ættu heima í vís­inda­skáld­skap, eru að byrja að verða að veru­leika.“ 

Þá seg­ir Simon Til­ford, stjórn­andi hug­veit­unn­ar Centre for Europe­an Policy Reform, að þótt það yrði mjög áhættu­samt fyr­ir eitt evru­ríkj­anna að segja skilið við gjald­miðil­inn sé það engu að síður ekki óhugs­andi mögu­leiki.

Bók Marsh, The Euro.
Bók Marsh, The Euro.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert