Kljúfi evruna í tvær myntir

Vandræðin á evrusvæðinu eru nú á allra vörum.
Vandræðin á evrusvæðinu eru nú á allra vörum. Reuters

David Marsh, annar stjórnenda hugveitunnar Official Monetary and Financial Institutions Forum og höfundur nýlegrar bókar, The Euro, leggur til að evrunni verði skipt upp í tvo gjaldmiðla þar sem sá sterkari komi í hlut öflugra hagkerfa í Evrópu.

„Við erum líklega að færast í átt til þeirrar stöðu að evran klofnar upp í, skulum við segja, norður og suður, miðjuna og jaðarinn,“ segir Marsh sem leggur til að evrunni verði skipt upp í sterka mynt fyrir ríki sem búi við öflug hagkerfi og veikari mynt, líkt og þegar drep er skorið af vöðva. 

„Það að aðgreina holdfúin hagkerfin í vestri og jaðarinn í suðri til að halda miðjunni gangandi yrði gríðarlega mikilvægt skref. En ég á bágt með að sjá að þetta yrðu endalok siðmenningarinnar. Þessir hlutir, sem einhver kynni að halda að ættu heima í vísindaskáldskap, eru að byrja að verða að veruleika.“ 

Þá segir Simon Tilford, stjórnandi hugveitunnar Centre for European Policy Reform, að þótt það yrði mjög áhættusamt fyrir eitt evruríkjanna að segja skilið við gjaldmiðilinn sé það engu að síður ekki óhugsandi möguleiki.

Bók Marsh, The Euro.
Bók Marsh, The Euro.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert