Einn lést og 14 særðust

Reyk leggur frá eyjunni eftir sprengjuárásir Norður-Kóreumanna.
Reyk leggur frá eyjunni eftir sprengjuárásir Norður-Kóreumanna. Reuters

Suður-kór­esk­ur land­gönguliði lét lífið og að minnsta kosti 14 særðust þegar Norður-Kór­eu­menn létu sprengj­um rigna yfir suður-kór­eska eyju í Gula­hafi við landa­mæri ríkj­anna í morg­un. Eld­ur kviknaði í bygg­ing­um af völd­um sprengn­anna. 

Suður-kór­esk­ir her­menn á eyj­unni svöruðu skot­hríðinni og her lands­ins hef­ur verið sett­ur í viðbragðsstöðu.  Að sögn YTN sjón­varps­stöðvar­inn­ar í Suður-Kór­eu er um að ræða  al­var­leg­ustu landa­mæra­átök­in milli ríkj­anna frá því Kór­eu­stríðið var háð á tíma­bil­inu frá 1950 til 1953.  

Lee Myung-Bak, for­seti Suður-Kór­eu, hefst nú við í neðanj­arðarbyrgi þar sem hann sit­ur á fundi ásamt ráðherr­um og þjóðarör­ygg­is­ráðgjöf­um. 

Kín­verj­ar og Rúss­ar hafa lýst yfir mikl­um áhyggj­um af þess­um at­b­urðum og hvetja Kór­eu­rík­in tvö um að vinna að friði og ör­uggi á Kór­eu­skaga. Kín­verj­ar eru helstu banda­menn Norður-Kór­eu­manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert