Suður-kóreskur landgönguliði lét lífið og að minnsta kosti 14 særðust þegar Norður-Kóreumenn létu sprengjum rigna yfir suður-kóreska eyju í Gulahafi við landamæri ríkjanna í morgun. Eldur kviknaði í byggingum af völdum sprengnanna.
Suður-kóreskir hermenn á eyjunni svöruðu skothríðinni og her landsins hefur verið settur í viðbragðsstöðu. Að sögn YTN sjónvarpsstöðvarinnar í Suður-Kóreu er um að ræða alvarlegustu landamæraátökin milli ríkjanna frá því Kóreustríðið var háð á tímabilinu frá 1950 til 1953.
Lee Myung-Bak, forseti Suður-Kóreu, hefst nú við í neðanjarðarbyrgi þar sem hann situr á fundi ásamt ráðherrum og þjóðaröryggisráðgjöfum.
Kínverjar og Rússar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af þessum atburðum og hvetja Kóreuríkin tvö um að vinna að friði og öruggi á Kóreuskaga. Kínverjar eru helstu bandamenn Norður-Kóreumanna.