Skuldakreppan gæti þróast yfir í átök

Höfuðstöðvar bankans Morgan Stanley í New York.
Höfuðstöðvar bankans Morgan Stanley í New York. Reuters

Tak­ist ekki að rétta heims­hag­kerf­in við á næstu miss­er­um kann að fara í hönd at­b­urðarás þar sem sam­skipti ríkja ein­kenn­ast af auk­inni spennu sem gæti jafn­vel þró­ast yfir í bar­áttu um yf­ir­ráð yfir nátt­úru­auðlind­um. Þetta er mat Kan­ada­manns­ins Alex Jurs­hevski en hann er sér­fræðing­ur í skuldakrepp­um.

Jurs­hevski kveðst aðspurður hafa mikl­ar áhyggj­ur af krepp­unni á evru­svæðinu enda sé pen­inga­markaðskerfi heims­ins illa í stakk búið til að tak­ast á við jafn djúp­stæða skuldakreppu og nú blasi við.

Morg­un­blaðið sló á þráðinn til hans síðasta föstu­dag en eins og kunn­gt er urðu þau stórtíðindi á sunnu­dag að Írar leituðu eft­ir neyðaraðstoð vegna van­getu írska rík­is­ins til að standa und­ir af­borg­un­um.

Hætta á dómínóá­hrif­um

- Matt­hew Lynn, dálka­höf­und­ur hjá Bloom­berg, tel­ur lík­ur á dómínu­hruni á evru­svæðinu. Ertu sam­mála?

„Já, og ekki nóg með það. Ef Írland fell­ur mun fólk spyrja hvaða ríki sé næst í röðinni. Þrýst­ing­ur­inn á Grikk­land gæti auk­ist á ný. Það mun vissu­lega skap­ast þrýst­ing­ur á Portúgal og Spán.

Ítal­ía á í vand­ræðum. Bret­ar þurfa að end­ur­fjármagna gíf­ur­lega mikl­ar skuld­ir á næst­unni og áhyggj­urn­ar sem ég myndi hafa, fari svo að keðju­verk­un fari af stað, er að þetta smiti út frá sér - að fjár­fest­ar byrji að verða tauga­veiklaðir og hiki við að fjár­festa í ein­stök­um ríkj­um og að skulda­bréfa­markaðir bregðist hart við þró­un­inni í nokkr­um hag­kerf­um.

Þetta eyk­ur kostnað allra af lán­tök­um og í sum­um til­fell­um kunna skulda­bréfa­markaðir að loka dyr­un­um jafn­vel þótt þeim séu boðnir hærri vext­ir. Þetta gæti hent ein­stök ríki og stór­fyr­ir­tæki.

Aug­ljóst er að ef þessi þróun fer af stað mun það koma niður á efna­hags­kerf­inu sem aft­ur mun hafa áhrif á vinnu­markaðinn. Nei­kvæð hringrás fer af stað og gætu stjórn­völd brugðist við með inn­spýt­ingu láns­fjár í hag­kerf­in til að koma á stöðug­leika sem aft­ur gæti farið illa. Við erum að horfa fram á mjög hættu­lega stöðu.“ 

Eng­in dóms­dags­spá

- Nú kynnu ein­hverj­ir að blása á þetta og segja sem svo að þú legg­ir fram dóms­dags­spár. Hvernig mynd­irðu bregðast við því?

„Þetta er ekki dóms­dagspá. Við horf­um nú fram á slíka at­b­urðarás. Tak­ist ekki snúa mál­um til betri veg­ar mun­um við horfa fram á aukið at­vinnu­leysi og fé­lags­lega ókyrrð í fjölda ríkja.“

- Hver er versta mögu­lega út­kom­an?

„Það versta sem gæti gerst er að Banda­ríkja­stjórn haldi áfram að þvinga efna­hags­stefnu sinni upp á aðrar þjóðir og að viðbrögðin verði slæm og að sýk­ing­in dreifi úr sér í banda­rísku hag­kerfi,“ seg­ir Jurs­hevski og bend­ir á að Kín­verj­ar séu mjög ósátt­ir við stefnu banda­ríska seðlabank­ans.

Banda­rík­in eru skuld­um vaf­in

Hann seg­ir Banda­rík­in glíma við mjög erfiða skulda­stöðu. Rík­is­stjórn­ir sam­bands­ríkj­anna og mörg bæj­ar­fé­lög séu í raun gjaldþrota.

„Það er margt at­huga­vert við stöðu fjár­mála í Banda­ríkj­un­um. Banda­ríska hag­kerfið stend­ur mun verr en menn vilja vera láta. Í dóms­dags­spánni taka vext­ir að hækka í Banda­ríkj­un­um með til­heyr­andi höggi á hluta­bréfa­markaðinn.

Það þarf að end­ur­fjármagna 10 trilljón­ir banda­ríkja­dala í heims­hag­kerf­inu á næsta ári og er hlut­ur Banda­ríkj­anna þar af um 42%. Banda­rík­in þurfa að safna 4,2 trilljón­um dala til að end­ur­fjármagna úti­stand­andi skuld­ir sín­ar og mæta fjár­laga­hall­an­um. Stór­um hluta af þessu er mætt með pen­inga­prent­un [e. quan­titati­ve easing]. Sú stefna er ekki í þágu hag­kerf­is­ins held­ur í þágu greiðslu­getu al­rík­is­stjórn­ar­inn­ar [e. feder­al fund­ing] og banda­ríska banka­kerf­is­ins.

Þess vegna er stjórn­in að prenta pen­inga. Ef Banda­ríkja­stjórn lend­ir í frek­ari vand­ræðum þarf hún að prenta út meiri pen­inga og þá er ljóst hvert stefn­ir. Í dóms­dags­spánni bregðast markaðir illa við stefnu Banda­ríkja­stjórn­ar og þeir munu gera það ef hún held­ur áfram á þess­ari braut [...] Hætt­an er að heim­ur­inn klofni í blokk­ir þar sem ríki reyni að koma sér und­an skjólleysi banda­ríkja­dals­ins [...] Ef láns­hæf­is­mat Banda­ríkj­anna fer und­ir A eru það sterk skila­boð sem gætu leitt til flótta frá banda­rísk­um skulda­bréf­um. Sú staða gæti komið upp að Kín­verj­ar seg­ist ekki ætla að kaupa meira af bréf­um og fari um leið fram á að fá fé sitt til baka.“

Vax­andi spenna í alþjóðasam­skipt­um

Jurs­hevski held­ur áfram og leiðir rök að því að þessi at­b­urðarás muni koma niður á heimsviðskipt­um og auka nún­ing á milli ríkja og heimsvæða. Sá nún­ing­ur kunni að þró­ast yfir í deil­ur um aðgang nátt­úru­auðlind­um. Átök í kjöl­farið séu ekki óhugs­andi.

Jurs­hevski seg­ir Kan­ada­menn áhyggju­fulla.

„Það ætti ekki að van­meta hversu áhyggju­fullt fólk er. Kan­ada gekk í gegn­um sína skuldakreppu á tí­unda ára­tugn­um sem var til­tölu­lega væg miðað við það sem geng­ur á í Evr­ópu.“

Alex Jurshevski
Alex Jurs­hevski Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert