Norðmenn bjóða Írum aðstoð

Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs.
Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs.

Fjármálaráðherra Noregs, Sigbjørn Johnsen, segir Norðmenn reiðubúna til þess að styðja Írland fjárhagslega í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). Auk þess komi til greina að aðstoða Íra með beinum hætti ef óskað verði eftir því. Frá þessu er grein á fréttavefnum EU Observer í dag.

„Noregur mun taka þátt í fjármögnun hluta Alþjóðagjaldeyrissjóðsins af lánapakkanum fyrir Írland í gegnum það fjármögnunarsamkomulag sem við höfum þegar við AGS, þar með talið tvíhliða lánasamning okkar við sjóðinn,“ sagði Johnsen.

Hann bætti við að ekki hefði borist ósk frá írskum stjórnvöldum um tvíhliða lán en ef slík ósk bærist yrði hún að sjálfsögðu skoðuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert