Verkalýðsfélög á Portúgal stefna að því að lama alla starfsemi í landinu í dag með almennu verkfalli í mótmælaskyni við fyrirhugaðar launalækkanir. Tveir dagar eru þar til þjóðþingið í Lissabon mun kjósa um frumvarp til gríðarlegs niðurskurðar.
Þetta er í fyrsta skipti í 20 ár sem stærstu verklýðsfélögin í Portúgal, UGT og CGTP, boða sameignlega til almenns verkfalls. Búist er við því að launafólk í bæði einkageiranum og þeim opinbera dagi þátt. Samgöngur,iðnaður, bankar, bensínstöðvar og skólar verða fyrir áhrifum verkfallsins, að sögn verkalýðsfélagana. Þá er stefnt að því að lama alla starfsemi á flugvöllum landsins, þar sem hundruðum flugferða verður aflýst í dag.
Reiði almennings í Portúgal gagnvart hefur vaxið mikið eftir að áætlanir voru kynntar um að lækka laun opinberra starfsmanna, frysta eftirlaunagreiðslur og hækka skatta.