Mannskæður árekstur í Síle

Að minnsta kosti 19 manns lét­ust í Síle í gær þegar farþegar­úta og vöru­bíll skullu sam­an og fóru út af veg­in­um. Árekst­ur­inn átti sér stað um 70 km frá höfuðborg­inni, Santiago, á há­anna­tíma í morg­un­um­ferðinni.

Báðir bíl­stjór­arn­ir eru meðal hinna 19 látnu, en auk þess eru yfir 20 manns slasaðir, marg­ir al­var­lega. Þetta er al­var­leg­asta um­ferðarslys í Santiago í tvo ára­tugi, að sögn lög­reglu­stjóra borg­ar­inn­ar. Rann­sókn á slys­inu stend­ur yfir en vitni segja að rút­an hafi sveigt inn á ak­rein þar sem um­ferð kom á móti og keyrt á vöru­bíl­inn.

Bæði öku­tæk­in fóru út af veg­in­um. Yf­ir­völd segja að rút­an hafi verið á leiðinni frá strand­bæn­um Llol­leo til Santiago með 24 farþega um borð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert