Hengdur fyrir nauðganir

Íransk­ur maður var hengd­ur fyr­ir að nauðga nokkr­um kon­um í borg­inni Is­fa­h­an sam­kvæmt ír­önsku stúd­enta­blaði. Ekki kem­ur fram hvenær af­tak­an fór fram. Íran er eitt þeirra landa þar sem flest­ar dauðarefs­ing­ar fara fram í heim­in­um.

Maður­inn var aðeins nafn­greind­ur sem Hossein M. en hann var fund­inn sek­ur um að nauðga nokkr­um kon­um eft­ir að hafa boðið þeim far og síðan hótað þeim að drepa þær.

Með af­töku manns­ins er fjöldi dauðarefs­inga sem fram hafa farið í Íran í ár 145 sam­kvæmt taln­ingu frétta­veit­unn­ar AFP á þeim til­fell­um sem fjöl­miðlar í land­inu hafa greint frá. Að minnsta kosti 270 voru tekn­ir af lífi þar árið 2009.

Íran er eitt af þeim lönd­um í heim­in­um þar sem fjöldi dauðarefs­inga á ári er hvað hæst­ur ásamt Kína, Sádi-Ar­ab­íu og Banda­ríkj­un­um. Að sögn yf­ir­valda í land­inu er dauðarefs­ing­in nauðsyn­leg til þess að tryggja al­manna­ör­yggi og er henni ein­ung­is beitt eft­ir ít­ar­lega um­fjöll­un rétt­ar­kerf­is­ins.

Dauðarefs­ing ligg­ur við morðum, nauðgun­um, vopnuðum rán­um, fíkni­efna­smygli og fram­hjá­haldi í Íran.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka