Maðurinn sem sló Obama

Obama hefur gaman að því að spila körfubolta.
Obama hefur gaman að því að spila körfubolta.

Maður­inn sem gaf Barack Obama, for­seta Banda­ríkj­anna, oln­boga­skot þannig að sauma þurfti 12 spor í vör­ina á hon­um heit­ir Rey Dec­erega. Skrif­stofa for­set­ans ætlaði í fyrstu að halda nafni manns­ins leyndu, en hef­ur nú upp­lýst um nafn manns­ins.

 Obama tók þátt í körfu­bolta­leik sem endaði með því að Dec­erega gaf hon­um oln­boga­skot sem leiddi til þess að sauma varð 12 spor í vör­ina á hon­um

Dec­erega vinn­ur fyr­ir sam­tök Banda­ríkja­manna af spænsk­um upp­runa, The Congressi­onal Hispanic Cauc­is Institu­te í Washingt­on. Fjöl­miðlar í Banda­ríkj­un­um tala um að hann verði hér eft­ir þekkt­ur sem maður­inn sem barði Obama til blóðs.

Rey Decerega
Rey Dec­erega
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert