Tölvuárás gerð á Wikileaks

Fulltrúar WikiLeaks á blaðamannafundi í Lundúnum fyrir skömmu.
Fulltrúar WikiLeaks á blaðamannafundi í Lundúnum fyrir skömmu. Reuters

Wiki­leaks seg­ir að verið sé að gera tölvu­árás á vefsvæðið, en stjórn­end­ur síðunn­ar ætluðu í kvöld að birta millj­ón­ir banda­rískra leyniskjala.

„Við erum núna und­ir um­fangs­mik­illi árás,“ seg­ir Wiki­leaks á twitter, en miðað við þess­ar upp­lýs­ing­ar má segja að stríð hafi brot­ist út á net­inu.

Skjöl­in sem Wiki­leaks ætlaði að birta í kvöld eru sögð hafa að geyma upp­lýs­ing­ar um diplóma­tísk sam­skipti Banda­ríkj­anna við önn­ur ríki. Lík­legt er talið að þar sé m.a. að finna skýrsl­ur um mat Banda­ríkj­anna á ein­stök­um ríkj­um og ein­stök­um stjórn­mála­mönn­um. Slík­ar leyni­skýrsl­ur eru oft op­in­ská­ar og geta verið móðgandi fyr­ir þá sem fjallað er um.

For­svars­menn síðunn­ar hafa þegar látið nokk­ur dag­blöð fá gögn­in og  verða þau birt jafn­vel þótt Wiki­leaks-síðan hrynji. Dag­blöðin eru El País á Spáni, Le Monde í Frakklandi, Spieg­el í Þýskalandi, Guar­di­an á Bretlandi og The New York Times.

Banda­rísk stjórn­völd sögðu fyrr í dag að með birt­ingu skjal­anna væri líf fjölda manna stefnt í hættu.  Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­leaks, sagði að banda­rísk stjórn­völd væru hrædd við að þurfa að svara fyr­ir gerðir sín­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert