Bænaturnar aftur til umræðu í Sviss

Andstæðingur tillögunnar með eftirlíkingu af bænaturni á höfðinu á mótmælafundi …
Andstæðingur tillögunnar með eftirlíkingu af bænaturni á höfðinu á mótmælafundi á Helvetiaplatz í Zürich fyrir ári. Reuters

Íslamska aðalþingið í Sviss sendi í dag frá sér tilkynningu þess efnis að það muni reyna að fá banni við byggingu íslamska bænaturna þar í landi aflétt.

Svisslendingar gengu til kosninga fyrir ári síðan og samþykktu bann við að múslímar í landinu reistu bænaturna við moskur sínar

Kosningarnar fóru fram í andstöðu við ríkisstjórn landsins en svissneski þjóðernisflokkurinn Swiss People's Party (SVP) knúði hana fram með hundrað þúsund undirskriftum.

Þingið segist ætla að fara fram á aðrar kosningar um málið. 

Um fjögur hundruð þúsund múslímar eru í Sviss, eða 5% af 7,5 milljón manna þjóð.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert