Berlusconi á að hafa hlegið að skjölunum

Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. Reuters

Silvio Berluscini, forsætisráðherra Ítalíu, er sagður hafa hlegið hjartanlega að umfjöllun um hann í bandarískum sendiráðspóstum, sem WikiLeaks uppljóstrunarsíðan og nokkrir fjölmiðlar birtu í gærkvöldi.

Í skjali, sem bandaríski sendimaðurinn Elizabeth Dibble sendi frá Róm, er  Berluscon sagður skemmtanasjúkur, hégómagjarn og vanhæfur í embætti. Í öðrum skjölum segir, að Berlusconi sé í einstaklega nánu sambandi Pútín í Rússlandi, þeir skiptist á „dýrum gjöfum“ og arðvænlegum viðskiptasamningum og Berlusconi virðist í „vaxandi mæli vera orðinn málpípa Pútíns“ í Evrópu.

Ítalska fréttastofan ANSA hefur eftir heimildarmönnum, að Berlusconi hafi hlegið hjartanlega að þessu í gærkvöldi. Lýðræðisflokkurinn, einn helsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Ítalíu, sagði hins vegar að þessar nýju uppljóstranir staðfesta hversu mjög Berlusconi hefði svert ímynd Ítalíu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert