Rannsókn á WikiLeaks í Ástralíu

Lögregla í Ástralíu rannsakar nú hvort áströlsk lög hafi verið brotin í tengslum við birtingu uppljóstrunarvefjarins WikiLeaks á rúmlega 251 þúsund bandarískum sendiráðspóstum. Ríkissaksóknari Ástralíu sagðist ekki vita hvort bandarísk stjórnvöld hefðu beðið Ástrala að ógilda vegabréf Julians Assange, stofnanda vefjarins. 

Robert McClelland, saksóknari, sagði við blaðamenn að hugsanlega hefðu áströlsk hegningarlög verið brotin. 

Stephen Smith, varnarmálaráðherra Ástralíu, sagði síðar að sérstök nefnd væri að rannsaka skjölin til að leggja mat á það tjón, sem birting þeirra valdi.  

Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu, fordæmdi birtingu skjalanna í síðustu viku og sagði að þau kynnu að skaða þjóðaröryggishagsmuni Ástrala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert