Skjalaleki alvarlegur glæpur

Hvíta húsið í Bandaríkjunum segir að birting bandarískra sendiráðspósta á vefnum WikiLeaks sé alvarlegur glæpur. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði, að birting skjalanna væri árás á allt alþjóðasamfélagið. 

Robert Gibbs, talsmaður Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, sagði að um sé að ræða þjófnað á leynilegum skjölum og birtingu þeirra.

„Það er óhætt að segja, að forsetinn hafi verið - og þá er ekki tekið djúpt í árinni - óánægður þegar honum var sagt frá þessu í síðustu viku," sagði Gibbs.

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna  sagðist harma það, að birta ætti yfr 250 þúsund sendiráðspósta. Að birta þá væri ekki aðeins árás á hagsmuni Bandaríkjanna heldur árás á alþjóðasamfélagið.  

Á blaðamannafundi í kvöld sagði Clinton m.a. að efni sendiráðspóstanna undirstrikaði þær áhyggjur, sem alþjóðasamfélagið hefði af kjarnorkuáætlun Írana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert