Japönsk stjórnvöld hyggjast leggja til að mynduð verði samtök þjóða sem styðja hvalveiðar á tveggja daga ráðstefnu með fulltrúum 27 ríkja sem hlynntar eru hvalveiðum. Fulltrúi frá Íslandi situr ráðstefnuna.
Ráðstefnan hefst á morgun í borginni Shimonoseki í Japan. Enn er þó talið óvist að tillagan verði samþykkt á ráðstefnunni þar sem ekki er búið að samræma sjónarmið þjóðanna sem eiga fulltrúa á ráðstefnunni.
Á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í júní síðast liðnum unnu nokkur ríki, þar á meðal Ísland, að málamiðlun um hvalveiðar en hún var ekki samþykkt.