Kuldamet falla í Noregi

Stytta af Leifi Eiríkssyni í Þrándheimi.
Stytta af Leifi Eiríkssyni í Þrándheimi.

Það er kalt í Noregi þessa dagana, raunar svo kalt að kuldamet eru að falla víða í landinu. Í Þrándheimi hefur aldrei verið eins kalt   í nóvember og nú en þar eru til gögn um samfelldar mælingar í 222 ár. 

Að sögn Adresseavisen hefur hitastig verið mælt á átta stöðum í Þrándheimi frá því í lok átjándu aldar. Meðalhitinn í bænum er 0,5°C í nóvember en í ár er meðalhitinn -3,7°C og hann gæti enn lækkað þar sem kuldinn bítur áfram í dag. Samkvæmt vef bæjarins er þar nú 15 stiga frost.

Gamla kuldametið í Þrándheimi var -3,5°C í nóvember, sett árið 1919.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert