Lést eftir skot frá rafstuðbyssu

Rafstuðbyssa
Rafstuðbyssa

Innflytjandi lét lífið í Frakklandi í dag eftir að hafa verið skotinn í tvígang með rafstuðbyssu af lögreglu þar í landi.

Maðurinn sem var 38 ára að aldri hafði dvalið með ólöglegum hætti í landinu og gisti hjá kunningja sínum. Upp úr sauð á milli þeirra félaga og voru lögregluþjónar kallaðir á staðinn. Þegar mennirnir voru beðnir um að framvísa persónuskilríkjum og tilsettum gögnum trylltist annar þeirra, náði í hamar og veitti fjórum af átta lögreglumönnum sem voru á staðnum áverka. Upphófst eltingaleikur og var rafstuðbyssu beitt til að stöðva manninn. Í fyrstu virtist sem hann hefði ekki hlotið skaða af rafskotinu en stuttu síðar hneig hann niður og lést. Dánarorsök liggja ekki fyrir en krufning mun fara fram á næstu dögum að sögn lögreglu. 

Notkun vopna af þessari gerð hefur verið umdeild í Frakklandi þar sem þau eru talin banvæn sé þeim beitt á rangan hátt. 

Franska fyrirtækið Antoine di Zazzosem sem framleiðir rafbyssur vill meina að notkun vopnanna sé örugg.

Franskir lögreglumenn
Franskir lögreglumenn Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert