Líkir Wikileaks við Al-Qaeda

Sarah Palin líkir Wikileaks við Al-Qaeda.
Sarah Palin líkir Wikileaks við Al-Qaeda.

Sarah Palin, fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, vill að stjórnendur uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks verði eltir á sama hátt og Al-Qaeda og leiðtogar talíbana.

Á Facebook-síðu sinni lýsir Palin stofnanda Wikileaks, Julian Assange, sem andbandarískum og með blóð á höndum sínum í kjölfar sendiráðspósta Bandaríkjanna sem birtir voru á sunnudagskvöld.

„Hvaða skref voru tekin til þess að stöðva Assange. Af hverju hefur NATO, Evrópusambandið og allir aðrir ekki verið beðnir um að trufla starfsemi Wikileaks? Ættu þeir ekki að minnsta kosti að hafa látið frysta eignir þeirra?“ spurði Palin.

Sagði hún sökin liggja hjá stjórn Obamas forseta sem hafi reynst vanhæf í að bregðast við uppákomunni.

Þá lýsti Bill O'Reilly, þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni Fox News, yfir þeirri skoðun sinni að taka ætti af lífi hvern þann sem lak sendiráðsskjölunum. Þá benti hann á að Wikileaks-vefurinn væri hýstur í Svíþjóð.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert