Stofnandi Wikileaks, Julian Assange, verður áfram í felum af öryggisástæðum enda í hættu á að vera ráðinn af dögum. Þetta hefur fréttastofan AFP eftir Kristni Hrafnssyni, einum talsmanna vefsvæðisins. Kristinn bendir á þær hótanir sem komið hafi frá stjórnvöldum, og séu sumar gjörsamlega fáránlegar.
Kristinn segir að hótarnirnar hljóti að réttlæta að Assange haldi sig í felum, enda sé það ráðlegt þegar kallað er eftir að hann verði líflátinn. Kristinn bætti við að tímasetning alþjóðlegrar handtökuskipunar á hendur Assange komi á sérkennilegum tímapunkti, en líkt og komið hefur fram er hann eftirlýstur vegna gruns um nauðgun í Svíþjóð.
Þá ítrekaði Kristinn að Wikileaks hefðu engin lög brotin með að birta skjölin.