Kínverjar vilja sameinaða Kóreu

Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, og Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu.
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, og Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu. Reuters

Kínversk stjórnvöld vilja nú að Kóreuríkin sameinist með friðsamlegum hætti og vilja ekki gefa Norður-Kóreumönnum til kynna, að þeir geti hagað sér eins og þeir vilja. Þetta staðfesta kínverskir embættismenn í Evrópu við breska blaðið Guardian.  

Lesa má út úr bandarískum sendiráðspóstum, sem vefurinn WikiLeaks hefur birt, að Kína lítur ekki lengur á Norður-Kóreu sem trúverðugan bandamann og að norður-kóresk stjórnvöld hagi sér eins og spilltir krakkar. 

Kínverskir embættismenn, sem Guardian hefur rætt við, segja að sameining Kóreuríkjanna verði ekki á einni nóttu og að Kína muni í fyrstu stuðla stuðla að því að öldur verði lægðar á Kóreuskaganum og koma diplómatískum samskiptum á að nýju milli ríkjanna þar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert