Mamma Assange hrædd um soninn

Julian Assange.
Julian Assange. Reuters

Christine, móðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, segist vera miður sín yfir alþjóðlegu handtökuskipuninni sem hefur verið gefin út á hendur Assange. „Hann er sonur minn og ég elska hann og vil auðvitað ekki að hann verði eltur uppi og fangelsaður. Ég bregst við eins og allar mæður myndu bregðast við. Margt af því sem hefur verið skrifað um mig og Juilian er ekki rétt,“ sagði hún í útvarpsviðtali í morgun.

Alþjóðalögreglan Interpol gaf í gærkvöld út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Julian Assange að beiðni sænskra stjórnvalda sem vilja yfirheyra Assange vegna ásakana á hendur honum um nauðgun. 

Christine, sem rekur brúðuleikhús í Queensland í Ástralíu, segist vera áhyggjufull yfir velferð sonar síns þar sem áströlsk yfirvöld hafa í samvinnu við bandarísk stjórnvöld hafið rannsókn á því hvort að Assange hafi gerst brotlegur með að birta leynileg gögn á síðunni WikiLeaks.

Assange hefur farið huldu höfði að undanförnu.


Alþjóðalögreglan Interpol gaf í gærkvöld út alþjóðlega handtökuskipun á hendur …
Alþjóðalögreglan Interpol gaf í gærkvöld út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Assange. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert