Yfirmaður kjarnorkumálastofnunar Írans Ali Akbar Salehi segir morðið á kjarnorkuvísindamanninum Majid Shahriari á mánudag hafa verið viðvörun frá vestrinu til þess að endurvekja viðræður um kjarnaorkuáætlanir Írana.
Salehi komst svo að orði í ræðu sem hann flutti í jarðarför Shahriar en hann gaf ekki upp hvaða land væri talið ábyrgt fyrir verknaðinum. Nokkrir opinberir embættismenn vilja meina að útsendarar Ísraela og Bandaríkjamanna hafi verið að verk.
Majid Shahriari var ráðinn af dögum á mánudag og særðist annar þegar ráðist var á þá og eiginkonur þeirra. Menn á mótorhjólum gerðu árásir á fólkið þegar það var að ganga að bílum sínum á leið til vinnu.
Shahriari starfaði við Shahid Beheshti háskólann í
norðurhluta Teheran. Hann var með doktorsgráðu í kjarneðlisfræði og
stundaði kjarnorkurannsóknir fyrir íranska varnarmálaráðuneytið.