Ríkisstjórn Filippseyja hefur lagt niður skólahald í ellefu skólum í suðurhluta landsins vegna öryggisráðstafana.
Einungis tvær vikur eru liðnar frá því að vopnaðir menn tóku skólastjórann Ceciliu Sosas í gíslingu ásamt kennara í bænum Lamitan. Kennaranum var sleppt en ekki er vitað um afdrif Sosas. Enginn hefur enn lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér.
Að sögn lögreglu er enn óttast um öryggi skólastarfsmanna á svæðinu, en þeim hafa borist hótanir að undanförnu.
Vonast er til að kennsla hefjist að nýja næstkomandi mánudag.