Margir látnir í skógareldi

Nokkrir hafa látið lífið af völdum gríðarlegra skógarelda, sem loga nálægt hafnarborginni Haifa í Ísrael. Þá er einnig ljóst að margir hafa slasast.

Ísraelska útvarpið sagði, að rúta með 50 manns innanborðs hefði lokast inni í eldhafinu eftir að hafa oltið.

Þá er lögregla að rýma fangelsi, nálægt samyrkjubú og hótel. Að minnsta kosti 100 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert