Uppljóstrunarvefurinn WikiLeaks missti lén sitt í nótt en fyrirtækið EveryDNS, sem hýsti skráði wikileaks.org hætti að þjónusta vefinn vegna ítrekaðra árása sem gerðar hafa verið á hann upp á síðkastið. Nú er WikiLeaks búið að fá skráningu í Sviss og notar lénið wikileaks.ch.
Vefurinn lá niðri í sex stundir í morgun vegna þessa. Búið er að birta 667 skjöl af rúmlega 251 þúsund sendiráðspóstum, sem til sendur að birta á vef WikiLeaks. Komið hefur fram að það kunni að líða nokkrir mánurðir þar til skjölin hafa öll birst.
Þótt lén WikiLeaks hafi flust til Sviss benda slóðir til þess, að vefurinn sé enn hýstur í Svíþjóð og Frakklandi. Þeir sem fara inn á slóðina wikileaks.ch eru fluttir á slóðina http://213.251.145.96/ þar sem vefur WikiLeaks birtist.