WikiLeaks í þremur löndum

Uppljóstrunarvefurinn WikiLeaks tilkynnti í kvöld að opnuð hefðu verið þrjú ný vefföng í Hollandi, Þýskalandi og Finnlandi. Veffanginu wikileaks.org var lokað í morgun vegna árása, sem gerðar voru á vefinn. 

Fram kemur á Twittervef Wikileaks, að þrjú ný vefföng hefðu verið opnuð:   wikileaks.nl; wilileaks.de og wikileaks.fi. Fyrr í dag var opnuð vefsíðan wikileaks.ch í Sviss en hún lá niðri síðdegis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert