Stjórnvöld í Ekvador eru byrjuð að flytja íbúa á brott í nágrenni eldfjallsins Tungurahua en mikil eldvirkni hefur verið í fjallinu frá því morgun. Virkni hefur verið í Tungurahua, sem er í 135 km fjarlægð frá höfuðborginni Quito, í rúman áratug.
Að sögn íbúa hafa skjálftar verið tíðir í allan dag og drunur heyrst frá fjallinu. Eins er mikið öskufall í nágrenni þess. Hefur viðvörunarstigi verið lýst yfir í nágrenninu og hafa íbúar bæjarins Banos verið fluttir á brott.
Árið 1999 þurftu 15 þúsund íbúar bæjarins að flýja heimili sín er Tungurahua gaus síðast af fullum þunga. Íbúarnir gátu þá ekki farið til síns heima fyrr en eftir eitt ár.