Stöðva greiðslur til WikiLeaks

Kristinn Hrafnsson og Julian Assange, tveir talsmanna WikiLeaks.
Kristinn Hrafnsson og Julian Assange, tveir talsmanna WikiLeaks. LUKE MACGREGOR

Bandaríska fyrirtækið PayPal, sem gerir netnotendum kleift að flytja peninga sína á milli, hefur ákveðið að stöðva millifærslur á reikning WikiLeaks, en vefurinn er rekinn fyrir frjáls framlög. PayPal er stærsta fyrirtækið á sínu sviði, og aðgerðir þess því töluvert áfall fyrir WikiLeaks.

„PayPal hefur ákveðið að loka reikningi WikiLeaks varanlega. Ástæðan er brot WikiLeaks á notkunarskilmálum PayPal, en samkvæmt þeim er aðilum sem stunda eða stuðla að ólölegri starfsemi óheimilt að notfæra sér þjónustuna,“ segir í yfirlýsingu sem PayPal sendi frá sér.

Stutt er síðan bandaríska fyrirtækið Amazon hætti að hýsa WikiLeaks á vefþjónum sínum, en þeir sem taldir eru aðstoða vefinn hafa verið beittir miklum pólitískum þrýstingi um að hætta því. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert