Pelsum mótmælt með nekt

Reuters

Um fimmtíu dýraverndunarsinnar tóku sig til og mótmæltu án fata í miðborg Barcelona á Spáni í dag. Vildu þeir með þessu mótmæla því hvernig dýr eru pyntuð og slátrað í þeim eina tilgangi að klæða mannskepnuna í pels og aðrar vörur úr skinnum dýra.

Fólkið hafi atað sig út í rauðri málningu sem minnti helst á blóð og var ein stúlkan með skilti þar sem á stóð „Hversu mörg líf fyrir kápu".

Spánverjar ásamt Grikkjum, Þjóðverjum og Ítölum eru helstu framleiðendur á vöru úr skinni í Evrópu, samkvæmt því sem hópurinn sagði við þá sem áttu leið um Sant Jaume torg í dag. 

Liðsmenn Anima Naturalis mótmæltu á Sant Jaume torgi í miðborg …
Liðsmenn Anima Naturalis mótmæltu á Sant Jaume torgi í miðborg Barcelona í dag. Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert