Saksóknarinn í máli Julian Assange segir rannsóknina á meintum kynferðisbrotum Assange "algjörlega sjálfstæða" og ekki byggða á pólitík.
Gefin hefur verið út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Assange vegna meintra kynferðisbrota gegn tveimur sænskum konum. Lögfræðingur hans hefur lýst því yfir að hann óttist að handtökuskipunin sé komin til af pólitískum ástæðum.
Saksóknarinn sænski, Marianne Ny, segir þetta ekki rétt. "Rannsóknin hefur verið unnið á fullkomlega eðlilegan hátt án nokkurs pólitísks þrýstings," segir hún.
Ny kannast ekki við það sem lögfræðingur Assange hefur haldið fram, að hann hafi reynt að koma á fundi með henni.