Continental gert að greiða 200 þúsund evrur í sekt

Franskur dómstóll dæmdi bandaríska flugfélagið Continental Airlines til að greiða 200 þúsund evrur, 30,6 milljónir króna, í sekt vegna slyss í París sumarið 2000 er Concorde-þota  fórst rétt eftir flugtak á Charles de Gaulle flugvellinum í París sumarið 2000. Allir um borð, 109 manns, fórust og fjórir á jörðu niðri.

Ástæða flugslyssins er rakin til þess að málmstykki sem féll úr DC-10 þotu Continental sprengdi hjólbarða á Concorde-þotunni er hún var í flugtaksbruni með þeim afleiðingum að hún fórst.

Mikið áfall varð í sögu Concorde 25. júlí 2000 þegar …
Mikið áfall varð í sögu Concorde 25. júlí 2000 þegar ein slík fórst i flugtaki frá Charles De Gaulle flugvelli í París. Allir um borð, 109 manns, fórust og fjórir á jörðu niðri. AP
Mynd sem tekin var af Concorde flugvélinni logandi eftir flugtak …
Mynd sem tekin var af Concorde flugvélinni logandi eftir flugtak í júlí árið 2000. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert