Orðaskipti við aftöku Saddams Hussein birt

Símamyndir af aftökunni fóru eins og eldur í sinu á …
Símamyndir af aftökunni fóru eins og eldur í sinu á netinu eftir aftökuna þann 30. desember 2005 Reuters

Meðal þess sem er að finna í gögnum bandarískra stjórnvalda sem WikiLeaks birtir eru orðaskipti við aftöku Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Allt frá ummælum sem fangaverðir létu falla um að Hussein ætti að fara til helvítis til embættismanna sem tóku myndir af aftökunni á farsíma sína án heimildar.

Saddam Hussein var tekinn af lífi í lok árs 2006 og vakti það mikla reiði er myndir og myndskeið tekin á síma láku út á netið. Þar sést hvernig farið var með forsetann fyrrverandi rétt fyrir andlátið.

Í skjölunum er vísað í orð sendiherra Bandaríkjanna, Zalmay Khalilzad, þar sem fram kemur að hann telji að stuðningsmenn Saddams muni notfæra sér þetta til þess að fordæma réttarhöldin yfir forsetanum fyrrverandi sem sendiherrann segir að hafi verið réttlát.

Í skjölum frá því í janúar 2007 og merkt eru sem leyniskjöl er fjallað um fund aðstoðarríkissaksóknara Íraks, Monqith al-Faroun, og Khalilzad. Þar lýsir Faroun því hvernig fangavörður hafi sagt Saddam að fara til helvítis er hann leiddi hann að aftökustaðnum.

Eins að þegar Saddam var boðið að fara með síðustu bænina fyrir aftökuna hafi einn þeirra sem var viðstaddur aftökuna kallað: Moqtada, Moqtada, Moqtada, og vísað þar til öfgaklerksins sjítans Moqtada al-Sadr sem naut mikillar hylli eftir fall Saddams og stjórn súnnímúslima. 


TV
Saddam Hussein leiddur til aftökunnar
Saddam Hussein leiddur til aftökunnar Reuters
HO
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert