Mohammed al-Abdulkarim, lagaprófessor í Saudi-Arabíu, hefur verið handtekinn fyrir að hafa skrifað gagnrýna grein um konungsfjölskyldu landsins.
Mannréttindasamtök hafa ýmislegt við handtökuna að athuga, en al-Abdulkarim hefur enn ekki verið birt ákæra.
Hann skrifaði grein á vefsíðuna royaah.net þar sem hann leiðir líkum að því að óeining sé innan konungsfjölskyldunnar og spyr hvaða áhrif það geti haft á landshagi.
Meðlimir fjölskyldunnar munu hafa átt við ýmis heilsufars- og samskiptavandamál að etja.
Saudi-Arabísk yfirvöld hafa tekið hart á gagnrýni á ráðamenn þar í landi. Vefsíðunni hefur þó ekki verið lokað.