„Ekki leigja öðrum en gyðingum“

Rabbínar eru ekki sammála um túlkun Torah.
Rabbínar eru ekki sammála um túlkun Torah. Reuters

 Fimmtíu ísraelskir rabbínar sendu söfnuðum sínum bréf og vöruðu við því að leigja eða selja öðrum en gyðingum húsnæði. Færi fólk ekki eftir þessu yrði það útskúfað. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hefur fordæmt ráðleggingarnar. Hann segir slíka orðræðu ekki eiga að fyrirfinnast í lýðræðissamfélagi.

Í bréfi rabbínanna kemur fram að bannað sé samkvæmt Torah, helgiriti gyðinga, að selja útlendingum hús eða lóð í Ísrael. Sá sem brjóti þessi lög kalli miklar hörmungar yfir nágranna sína.

Flestir rabbínarnir sem skrifuðu undir eru á launum hjá hinu opinbera. Mannréttindasamtök í landinu hafa tekið undir fordæmingu forsætisráðherrans og minnt á að rabbínarnir hafi skyldum að gegna gagnvart öllum þegnum landsins. Aðrir rabbínar en þeir fimmtíu sem skrifuðu undir hafa einnig margir lýst því yfir að þeir styðji ekki boðskap bréfsins.

Amnesty International bendir á að 20% íbúa Ísraels séu Palestínumenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka