Flugvélahurð féll til jarðar í Danmörku

Sjaldgæft er að flugvélahlutar falli til jarðar.
Sjaldgæft er að flugvélahlutar falli til jarðar. Reuters

Hurð farþegaflugvélar frá flugfélaginu Delta losnaði  af í flugi og féll til jarðar yfir Danmörku í síðasta mánuði. Vélin var að koma til lendingar á flugvellinum í Kastrup. Politiken greindi frá því í gær að leitað væri flugvélahlutar. Enginn slasaðist við óhappið.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Danmörku upplýsti í dag um óhappið og staðfesti að flugvélin væri frá Delta flugfélaginu.  

Hurðin sem losnaði er tuttugu kíló og féll til jarðar úr 11 þúsund feta hæð. Því þykir mikið mildi að enginn slasaðist. Þá átti óhappið sér stað yfir dreifbýli. Farþegar urðu ekki varir við óhappið en talsmaður rannsóknarnefndar flugslys segir mjög fátítt að hlutar flugvéla losni af og falli til jarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert